Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 19:59

Sjö á of miklum hraða - sjómaður hrasaði

Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í dag. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði í samtali við Víkurfréttir nú síðdegis að síðasti sólarhringur hafi verið mjög rólegur og fátt um fréttnæma atburði.Lögreglan og sjúkrabíll tóku á móti togara í Keflavíkurhöfn í dag þar sem háseti um borð hafði hrasað í skutrennu og hlotið áverka á baki. Farið var með manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en meiðsl mannsins voru óveruleg.
Nú stendur yfir umferðarátak lögreglu þar sem sérstaklega er fylgst með ölvun og réttindalausum ökumönnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024