Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands heimsótti Suðurnes
Ljósmyndir af vef Vísis í Grindavík.
Þriðjudagur 10. júlí 2012 kl. 11:40

Sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands heimsótti Suðurnes

Sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands, Darin King, heimsótti Vísi hf. í Grindavík í síðustu viku en hann var hér staddur til að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Ráðherrann heimsótti einnig Ný-Fisk í Sandgerði og Haustak á Reykjanesi og fundaði með Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnuninni og Matís.

Heimsókn ráðherrans lauk svo á Bessastöðum þar sem Forseti Íslands tók á móti hópnum. Á vef forsetans er greint frá því að „rætt var um samstarf landanna á þessu sviði, uppbyggingu byggðarlaga sem byggjast á fiskveiðum og hvernig sjávarútvegur geti verið grundvöllur fyrir þróun hátæknigreina."
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024