Sjávarútvegsráðherra í Helguvík
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur heimsótt fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum í dag og í gær.Í gær heimsótti Árni fyrirtæki í Grindavík og Sandgerði og átti fund með verkalýðsforystunni í Keflavík. Í dag var Árni í Vogum, Reykjanesbæ og Garði. Við hittum á Árna í Helguvík þar sem hann skoðaði bræðslu SR-mjöls. Þaðan var ferðinni heitið í Garðinn þar sem átti að heimsækja Nesfisk. Þá ætlaði sjávarútvegsráðherra að eiga fund með Útvegsmannafélagi Suðurnesja.vf.is / Hilmar Bragi