Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjávarútvegsráðherra Bretlands kynnir sér fiskvinnslu í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 12. ágúst 2004 kl. 15:56

Sjávarútvegsráðherra Bretlands kynnir sér fiskvinnslu í Reykjanesbæ

Sjávarútvegsráðherra Bretlands, Ben Bradshaw, kom við í Reykjanesbæ í dag og kynnti sér útgerðir og vinnslu í bænum áður en hann hélt af landi brott.

Ráðherrann og fylgdarlið hans snæddu hádegisverð á Kaffi-Duus en litu svo inn í fiskvinnsluna Fiskval og tóku þar hring og virtu fyrir sér vinnsluna og afurðirnar.

Ráðherrann virtist afar áhugasamur og spurði mikið út í hlutina. Eftir stutta en fróðlega kynnisferð var boðið upp á kaffi og með því en að því loknu hélt Bradshaw af landi brott. Han hafði verið hér á landi frá því á þriðjudag og fundað við ráðamenn landsins.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024