Sjávarútvegsnefnd kölluð saman vegna kvótasvika
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur farið fram á að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman til þess að ræða kvótasvindl í sjávarútvegi sem fjallað var um í Kompási á Stöð 2 á sunnudag.
Samþykki þriðjungs nefndarmanna þarf til að kalla nefndina saman og hafa samfylkingarmenn fallist á tillögu Magnúsar. Í samtali við Vísi.is í dag sagði Magnús að næsta skref sé að finna tíma fyrir fundinn en hann verði að halda strax í vikunni, fyrir kosningar.
„Ég tel það skyldu okkar sem sitjum í nefndinni að taka þessi mál fyrir strax," segir Magnús. „Við erum enn þingmenn í umboði kjósenda þó stutt sé eftir af kjörtímabilinu og ný sjávarútvegsnefnd verður ekki skipuð fyrr en nýtt þing kemur saman."
Suðurnesjamenn komu talsvert við sögu í Kompásþættinum sl. sunnudag.
Samþykki þriðjungs nefndarmanna þarf til að kalla nefndina saman og hafa samfylkingarmenn fallist á tillögu Magnúsar. Í samtali við Vísi.is í dag sagði Magnús að næsta skref sé að finna tíma fyrir fundinn en hann verði að halda strax í vikunni, fyrir kosningar.
„Ég tel það skyldu okkar sem sitjum í nefndinni að taka þessi mál fyrir strax," segir Magnús. „Við erum enn þingmenn í umboði kjósenda þó stutt sé eftir af kjörtímabilinu og ný sjávarútvegsnefnd verður ekki skipuð fyrr en nýtt þing kemur saman."
Suðurnesjamenn komu talsvert við sögu í Kompásþættinum sl. sunnudag.