Sjávarréttir aðalsmerki sjómannastofnunnar Varar
Sjómannastofan Vör lætur ekki mikið yfir sér, þar sem hún stendur við Hafnargötuna í Grindavík. Aðeins nokkur ár eru síðan þessi vinsæli staður var algerlega endurnýjaður og er nú hinn huggulegasti. Sjómannastofan er í eigu Sjómannafélags Grindavíkur, en Sigurgeir Sigurgeirsson hefur leigt hann og rekið undanfarin 10 ár. Hádegisréttur staðarins hefur verið gríðarlega vinsæll í mörg ár, en alltaf er boðið upp á súpu og gufusoðinn fisk með meðlæti. Sá réttur hefur sérstaklega heillað erlenda ferðamenn, en að sjálfsögðu er einnig fleira í boði fyrir þá sem það kjósa. Helsta vörumerki staðarins er gott úrval fisk- og sjávarrétta, en einnig er þó nokkuð úrval af kjötréttum og fleiru. Allan daginn er heitt á könnunni og boðið er upp á smurt brauð og kökur í kaffitímanum.Nokkuð er algengt að félagasamtök og hópar haldi veislur í sal staðarins, sem getur tekið yfir 120 manns í sæti. Jafnvel hefur verið slegið upp dansleikjum á staðnum.