Sjávarlíf í Garðsjónum á Garðskaga í sumar
Ljósmyndasýningin „Sjávarlíf í Garðsjónum“ undir berum himni við Byggðasafnið á Garðskaga verður haldin í sumar í samstarfi við Gísla Arnar Guðmundsson og „Dive The North“.
Ferða-, safna- og menningarnefnd Garðs fagnar því að fleiri ferðamannaseglar eru að opnast í Garðinum og ljóst að kafarar eru mjög spenntir fyrir því fjölbreytta sjávarlífi sem er hér við ströndina og auðveld aðkoma fyrir kafara. Nefndin hvetur til þess að gerð verði lágmarksaðstaða fyrir kafara og aðra sem nota höfnina í Garði sér til ánægju. Kafarar hafa fyrst og fremst athafnað sig við myndatökur og sjávarlífsskoðun.