Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjávarauðlindaskólinn afskaplega skemmtilegur
Unglingunum þótti gaman í Sjávarauðlindaskólanum. Mynd af vef Grindavíkurbæjar
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. júlí 2021 kl. 11:17

Sjávarauðlindaskólinn afskaplega skemmtilegur

Fimmtán ára nemendur í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar var boðið upp á vikunám í Sjávarauðlindaskólanum þar sem unglingarnir fá að kynnast fjölbreyttum störfum sem tengjast „bláa hagkerfinu“.

Jóhann Snorri Sigurbergsson sagði krökkunum frá starfsemi HS orku og krakkarnir voru gífurlega áhugasamir um það sem fram fer í Svartsengi og spurðu margra spurninga um allt sem flaug upp í huga þeirra við fyrirlesturinn. Mynd af Facebook-síðu Fisktækniskóla Íslands

Grindavíkurbær og Fisktækniskóli Íslands hafa boðið krökkum í vinnuskólanum upp á þetta nám undanfarin ár og í ár var boðið upp á fjölbreyttar vettvangsferðir í Grindavík og víðar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þannig kynntu nemendur sér sögu Grindavíkur, heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík, Sjávarklasann í Reykjavík, Slysavarnarskólann í Sæbjörgu, Björgunarsveitina Þorbjörn, HS Orku, Þróunarsetur Bláa lónsins, Þekkingarsetrið í Sandgerði o.fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Þekkingarsetur Suðurnesja heimsótt. Mynd af Facebook-síðu Fisktækniskóla Íslands

Á Facebook síðu Fisktækniskóla Íslands má finna fjölda mynda úr Sjávarauðlindaskólanum þetta sumarið.