Sjávarauðlindaskólinn afskaplega skemmtilegur
Fimmtán ára nemendur í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar var boðið upp á vikunám í Sjávarauðlindaskólanum þar sem unglingarnir fá að kynnast fjölbreyttum störfum sem tengjast „bláa hagkerfinu“.
Grindavíkurbær og Fisktækniskóli Íslands hafa boðið krökkum í vinnuskólanum upp á þetta nám undanfarin ár og í ár var boðið upp á fjölbreyttar vettvangsferðir í Grindavík og víðar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Þannig kynntu nemendur sér sögu Grindavíkur, heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík, Sjávarklasann í Reykjavík, Slysavarnarskólann í Sæbjörgu, Björgunarsveitina Þorbjörn, HS Orku, Þróunarsetur Bláa lónsins, Þekkingarsetrið í Sandgerði o.fl.
Á Facebook síðu Fisktækniskóla Íslands má finna fjölda mynda úr Sjávarauðlindaskólanum þetta sumarið.