Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfvirk landamærahlið í Leifsstöð
Farþegar munu sjálfir skanna vegabréfin á meðan tölva greinir andlitin. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 13. júní 2017 kl. 06:00

Sjálfvirk landamærahlið í Leifsstöð

Sex ný sjálf­virk landa­mæra­hlið á Kefla­vík­ur­flug­velli voru tek­in í notk­un á laug­ar­daginn síðastliðinn, er fram kemur á mbl.is. Hliðin eru í nýju viðbygg­ingu flugvallarins. Eftir þessar breytingar er talið að um 3.700 farþegar muni fara um landamærin á klukkustundum, þegar fullum afköstum verður náð í haust.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegar munu sjálfir skanna vega­bréfið sitt og á meðan mun tölva greina and­lit ein­stak­lings­ins til að athuga hvort mynd og vega­bréf passi saman, en lög­regl­an sinn­ir vega­bréfa­eft­ir­lit­inu.

 

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að þetta sé liður í því að geta tekið á móti þessari fjölgun farþega á hverju ári.

 


Fyrsti farþeginn fékk gjafabréf og blómvönd. VF-mynd: Hilmar Bragi.