Sjálfvirk landamærahlið í Leifsstöð
Sex ný sjálfvirk landamærahlið á Keflavíkurflugvelli voru tekin í notkun á laugardaginn síðastliðinn, er fram kemur á mbl.is. Hliðin eru í nýju viðbyggingu flugvallarins. Eftir þessar breytingar er talið að um 3.700 farþegar muni fara um landamærin á klukkustundum, þegar fullum afköstum verður náð í haust.
Farþegar munu sjálfir skanna vegabréfið sitt og á meðan mun tölva greina andlit einstaklingsins til að athuga hvort mynd og vegabréf passi saman, en lögreglan sinnir vegabréfaeftirlitinu.
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að þetta sé liður í því að geta tekið á móti þessari fjölgun farþega á hverju ári.
Fyrsti farþeginn fékk gjafabréf og blómvönd. VF-mynd: Hilmar Bragi.