Sjálfstæðismenn samþykkja inngöngu Gunnars Örlygssonar
Gunnar Örlygsson, alþingismaður, hefur sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins og gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þessi ákvörðun Gunnars á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði, að því að kom fram í ræðu hans á Alþingi nú í kvöld. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. „Því er ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins“, sagði Gunnar Örlygsson nú áðan og bætti síðar við: „Ég tel að ég geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríkir skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu og því hef ég ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna“. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt það einróma að Gunnar gangi í flokkinn.
Hér að neðan er ræða Gunnars sem flutt var á Alþingi í kvöld:
„Herra forseti.
Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins.
Á landsfundi Frjálslynda flokksins sem var haldinn fyrr á þessu ári, freistaði ég þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. Í því sambandi lagði ég fram fjölmargar tillögur, sem ekki hlutu það brautargengi sem ég hafði vænst. Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram.
Grundvallarskoðanir mínar í stjórnmálum, byggjast á trúnni á einstaklingsframtak, öfluga og fjölþætta atvinnustarfsemi, sem leggur grundvöllinn að traustu velferðarkerfi. Sjálfur hef ég, meðal annars lagt áherslu á málefni sem snúa að bættum kjörum aldraðra, ég mun ekki láta þar staðar numið. Í sjávarútvegsmálum hef ég talið fyrir breytingum, sem einkanlega snúa að aukinni samkeppni á vísindasviðinu sem er forsenda árangurs. Frjáls samkeppni hugmynda er jafn eðlileg og samkeppni í atvinnulífinu. Ég álit að hagsmunum fólks og þá sérstaklega fjölskyldufólks verði best borgið með einföldu skattkerfi þar sem álögum er stillt í hóf.
Ég tel að ég geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríkir skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu og því hef ég ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna.
Í síðustu alþingiskosningum leiddi ég lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi og fengum við 2890 atkvæði. Hvergi á landinu fékk flokkurinn jafn mörg atkvæði.
Við þetta fólk og aðra stuðningsmenn mína vil ég segja: Ég hef tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli og er sannfærður um að ég vinni málstað okkar best gagn með þeirri ákvörðun sem hér liggur fyrir og ég hef nú greint frá.“
Hér að neðan er ræða Gunnars sem flutt var á Alþingi í kvöld:
„Herra forseti.
Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins.
Á landsfundi Frjálslynda flokksins sem var haldinn fyrr á þessu ári, freistaði ég þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. Í því sambandi lagði ég fram fjölmargar tillögur, sem ekki hlutu það brautargengi sem ég hafði vænst. Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram.
Grundvallarskoðanir mínar í stjórnmálum, byggjast á trúnni á einstaklingsframtak, öfluga og fjölþætta atvinnustarfsemi, sem leggur grundvöllinn að traustu velferðarkerfi. Sjálfur hef ég, meðal annars lagt áherslu á málefni sem snúa að bættum kjörum aldraðra, ég mun ekki láta þar staðar numið. Í sjávarútvegsmálum hef ég talið fyrir breytingum, sem einkanlega snúa að aukinni samkeppni á vísindasviðinu sem er forsenda árangurs. Frjáls samkeppni hugmynda er jafn eðlileg og samkeppni í atvinnulífinu. Ég álit að hagsmunum fólks og þá sérstaklega fjölskyldufólks verði best borgið með einföldu skattkerfi þar sem álögum er stillt í hóf.
Ég tel að ég geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríkir skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu og því hef ég ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna.
Í síðustu alþingiskosningum leiddi ég lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi og fengum við 2890 atkvæði. Hvergi á landinu fékk flokkurinn jafn mörg atkvæði.
Við þetta fólk og aðra stuðningsmenn mína vil ég segja: Ég hef tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli og er sannfærður um að ég vinni málstað okkar best gagn með þeirri ákvörðun sem hér liggur fyrir og ég hef nú greint frá.“