SJÁLFSTÆÐISMENN KLIKKA AFTUR Á REYKJANESBRAUTINNI
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt samgöngumálum þjóðarinnar síðustu átta árin. Í nauðsynlegri tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sunnan Hafnarfjarðar hefur ekkert gerst á því tímabili fyrir tilverknað flokksins. Lýsing brautarinnar sem var til bóta, var gerð fyrir sameiginlegan þrýsting allra þingmanna kjördæmisins.Fyrir örfáum mánuðum voru málefni tengd Reykjanesbrautinni til umræðu og ákvörðunar á Alþingi. Þá var langtímaáætlun í vegamálum staðfest samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar og stuðningsmönnum þeirra. Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu þá harðlega að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar væri enn og aftur slegið á frest. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, líka hér í Reykjaneskjördæmi, þráuðust hins vegar við og samþykktu með bros á vör, að framkvæmdir við tvöföldun samkvæmt þessari vegáætlun ættu ekki að hefjast fyrr en á tímabilinu 2008-2010. Með öðrum orðum: Frambjóðendur þessara flokka samþykktu að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sunnan Straums yrði ekki á dagskrá fyrr en eftir 9-12 ár, en lengra nær þessi áætlun ekki. Tillögur þingmanna Samfylkingarinnar um flýtingu voru felldar af þessum sömu mönnum og konum.BLEKKINGARSvo koma þeir nú til skjalanna frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og lofa því með opin augun, að þeir muni ná fram breytingum sem flýti framkvæmdum við brautina. Það er auðvitað ekki að marka eitt einasta orð þeirra í þessum efnum. Verkin sýna merkin. Þeir sviku Suðurnesjamenn við afgreiðslu vegáætlunarinnar og frestuðu enn og aftur tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og geta ekki hlaupist frá þeirri afstöðu sinni núna - jafnvel þótt kosningar séu í nánd.Það skiptir miklu í stjórnmálum, að frambjóðendur séu marktækir. Samfylkingin hefur verið alveg skýr í afstöðu sinni í þessum efnum. Reykjanesbrautin og Suðurstrandarvegur eiga að fá forgang. Verkin eru bæði arðbær og mikilvæg. Slysatíðni á Reykjanesbrautinni er slík að ekki er eftir neinu að bíða með að ráðast í nauðsynlegar endurbætur.Suðurstrandarvegur er nauðsynleg samgöngubót. Eðlilegt hefði verið að þessi verkefni hefðu fengið að fljóta með, þegar 2 milljörðum króna var ráðstafað fyrir nokkrum vikum til samgöngubóta á landinu öllu. En ríkisstjórnin veitti ekki einni einustu krónu til þeirra.AÐ STANDA VIÐ ORÐ SÍNStaðreyndirnar tala. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn standa ekki við stóru orðin, þegar til kastanna kemur. Þar tala verkin - eða verkleysið- með skýrum hætti.Köllum nýtt og öflugt stjórnmálaafl til verka. Komum Reykjanesi í fremstu röð á nýjan leik. Komum samgöngumálum þar í gott horf. Það gerum við með stuðningi við S- listann , Samfylkinguna.Guðmundur Árni Stefánssonalþingismaður.