Sjálfstæðismenn bjóða fram í Garði
Sjálfstæðismenn í Garði samþykktu í gærkvöldi framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Þar með munu Sjálfstæðimenn í Garði safnast undir merki D-lista en þeir hafa verið dreifðir í bæjarstjórn undir merkjum F og N-lista.
Á D-listanum verður sjálfstæðisfólk úr meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar ásamt nýjum frambjóðendum. Oddviti listans er Einar Jón Pálsson sem nú er bæjarfulltrúi F-lista. Í öðru sæti er Brynja Kristjánsdóttir, sem er formaður bæjarráðs undir merkjum N-lista. Bæjarstjóraefni listans verður Ásmundur Friðriksson, núverandi bæjarstjóri.