Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur í Suðurkjördæmi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem Viðskiptablaðið er að vitna til í dag. Fylgi flokksins er 43%. Framsókn er annar stærsti flokkurinn með 21% fylgi, Samfylking með 17% og Vinstri grænir hafa 11,7% fygli í Suðurkördæmi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu mælist um 34%. Flokkurinn mælist með langmest fylgi í Suðurkjördæmi en þar mælist hann með 43% fylgi. Ragnheiður Elín Árnadóttir er oddviti flokksins í kjördæminu. Enginn flokkur mælist með jafn mikið fylgi í einu kjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í Suðurkjördæmi.
Í Þjóðarpúlsi Gallup kemur einnig fram að VG með 18% fylgi á landsvísu. Í Suðurkjördæmi, þar sem fylgi flokksins er lægst, leiðir Atli Gíslason lista VG og er eini þingmaður flokksins úr því kjördæmi.
Framsóknarflokkurinn mælist með 13% fylgi á landsvísu. Flokkurinn skorar þó hærra í Suðurkjördæmi þar sem fylgið er 21%. Sigurður Ingi Jóhannsson leiðir Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi.
Samfylkingin er með tæplega 24% fylgi á landsvísu og er samkvæmt því næst stærsti flokkur landsins. Fylgi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mælist nú um 17%, sem er nokkuð undir fylgi flokksins á landsvísu. Í Suðurkjördæmi leiðir Björgvin G. Sigurðsson lista Samfylkingarinnar.
Ekki er greint frá öðrum framboðum í frétt Viðskiptablaðsins.