Sjálfstæðisfélag Grindavíkur harmar skrif oddvitans
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið harmar skrif oddvita flokksins, Sigmars Eðvarssonar á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Telur félagið að heimasíða bæjarins sé ekki vettvangur fyrir slík skrif, segir í tilkynningunni.
„Átök í fjölmiðlum síðustu vikur og mánuði af hálfu bæjarfulltrúa allra flokka eru bænum ekki til framdráttar og teljum við mál að linni.“ segir þar ennfremur.
Skrif Sigmars hafa vakið hörð viðbrögð enda þykja þau óvenju hatursfull í garð Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, bæjarstjóra. Búið er að fjarlægja pistlinn af heimasíðu bæjarins. Samkvæmt upplýsingum VF hafa bæjarfulltrúar í Grindavík sitt eigið svæði á heimasíðunni, eins konar bloggsvæði, þar sem þeir sjálfir geta sett inn efni og tekið út að vild. Þá er greinilegt að Sigmar hefur einnig breytt pistlinum talsvert á sinni eigin heimasíðu.
Athygli vekur að ung dóttir Jónu Kristínar sá sig knúna til að verja móður sína í pistli sem hún sendi Víkurfréttum í gær sjá hér.