Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 20. maí 2002 kl. 16:00

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn berjast um hestamenn

Barátta pólitísku flokkana er að taka á sig ýmsar myndir. Nú seinni partinn mæta framsóknarmenn í Reykjanesbæ með Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra sér til liðs, til að ræða við hestamenn í bæjarfélaginu. Þeir funda kl. 17 til 19. Klukkutíma síðar eða kl. 20 mæta sjálfstæðismenn á fund hjá hestamönnumFramsóknarmenn tóku það fram í stefnuskrá sinni að þeir ætla sér að efla samstarfið við hestamenn. Þeir boðuðu komu sína í hestaþorp Reykjanesbæjar en fréttu svo af því síðar að sjálfstæðismenn höfðu boðað fund á sama stað. Þeir svöruðu því aftur með því að fá landbúnaðarráðherra á staðinn. Það er því óhætt að segja að það sé að færast svolítið líf í kosningabaráttuna sem hefur ekki verið sú hressasta til þessa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024