Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjálfsbjörg gaf veglegar gjafir
Miðvikudagur 23. maí 2012 kl. 13:25

Sjálfsbjörg gaf veglegar gjafir



Þær stöllur hjá Sjálfsbjörg Suðurnesjum voru heldur betur gjafmildar í gær en þá færðu þær Öspinni, Nes, Hæfingarstöðinni og sambýlinu í Grindavík veglegar gjafir til aðstoðar starfsemi félaganna. Öspin og Hæfingarstöðin fengu tvær Ipad-tölvur hvor en þær munu koma að góðum notum enda þannig tölvur afar góðar við kennslu af ýmsu tagi. Nes, íþróttafélag fatlaðra, og sambýlið í Grindavík fengu svo 200 þúsund krónur sem vafalaust munu nýtast vel í starfið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024