Sjálfsafgreiðsla við innritun einfaldar og flýtir fyrir farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar eykur enn við þjónustu flugfarþega en í síðustu viku voru teknar í notkun sex sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir innritun farþega. Farþegar geta nú valið um að innrita sig sjálfir á innan við einni mínútu og valið sitt eigið sæti eða fengið hefðbundna þjónustu við innritun.
Fyrst um sinn er Icelandair eina flugfélagið sem býður farþegum sínum sjálfsafgreiðslu við innritun en stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) gera ráð fyrir að önnur flugfélög fylgi í kjölfarið. Reynsla erlendis frá sýnir að farþegar taka því fagnandi að sleppa við biðraðir og spara tíma með því að innrita sig sjálfir. Ástæða er til að ætla að sama gerist hérlendis.
Sjálfsafgreiðslustöðvarnar hafa verið prófaðar í flugstöðinni undanfarna daga og eru starfsmenn farþegum innan handar ef á þarf að halda.
Þegar farþegi hefur innritað sig sjálfur í flug tekur starfsmaður viðkomandi flugfélags við farangri hans á sérstakri hraðleið (Fast Bag Drop-off). Þeir sem engan farangur hafa halda beint upp á brottfararsvæðið á 2. hæð flugstöðvarinnar.
Fyrst um sinn er Icelandair eina flugfélagið sem býður farþegum sínum sjálfsafgreiðslu við innritun en stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) gera ráð fyrir að önnur flugfélög fylgi í kjölfarið. Reynsla erlendis frá sýnir að farþegar taka því fagnandi að sleppa við biðraðir og spara tíma með því að innrita sig sjálfir. Ástæða er til að ætla að sama gerist hérlendis.
Sjálfsafgreiðslustöðvarnar hafa verið prófaðar í flugstöðinni undanfarna daga og eru starfsmenn farþegum innan handar ef á þarf að halda.
Þegar farþegi hefur innritað sig sjálfur í flug tekur starfsmaður viðkomandi flugfélags við farangri hans á sérstakri hraðleið (Fast Bag Drop-off). Þeir sem engan farangur hafa halda beint upp á brottfararsvæðið á 2. hæð flugstöðvarinnar.