Sjálfboðaliðsvinna og fórnfýsi í öndvegi
Kór Keflavíkurkirkju hefur frá því í haust æft af kappi fyrir flutning Jólaóratoríu Saint-Saen sem flutt var sunnudaginn 6. desember s.l. Allur ágóði af tónleikunum rann í Velferðarsjóðinn á Suðurnesjum og afhenti formaður kórsins Páll Fanndal sr. Skúla S. Ólafssyni framlag kórsins sem var alls kr. 424.432,- Framlag kórfélaganna er sannarlega mikið og er lýsandi fyrir það andrúmsloft sem nú ríkir á svæðinu. Sjálfboðaliðsvinna og fórnfýsi er þar í öndvegi.