Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfboðaliðar hreinsuðu rusl á Vatnsnesi
Fimmtudagur 8. september 2016 kl. 06:00

Sjálfboðaliðar hreinsuðu rusl á Vatnsnesi

Sjálfboðaliðar í samtökunum Seeds tóku þátt í tveimur hreinsunarverkefnum á vegum Reykjanesbæjar og Kadeco á dögunum.  Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Sjálfboðaliðarnir eru víðs vegar að úr heiminum og komu til landsins í tveimur hópum og dvaldi hvor hópur í tvær vikur hér á landi.

Seeds samtökin starfrækja vinnubúðir víða um land í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og sveitarfélög.
Hóparnir fóru meðal annars í ruslahreinsun á Vatnsnesinu og gengu þar vasklega til verks. Einnig fóru þau í hreinsun á Pattersson svæðinu, Ásbrú og í heilmikla grisjun í Sólbrekkuskógi í samstarfi við flokkstjóra vinnuskólans í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024