Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjaldgæft bjórsafn selt í dag
Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 11:55

Sjaldgæft bjórsafn selt í dag

Sýslumaðurinn í Keflavík mun í dag bjóða upp ýmsan varning sem embættið hefur gert upptækan á síðustu misserum. Meðal annars verða boðin upp nokkur bretti af sjaldgæfum bjór. Uppboðið fer fram í félagsaðstöðu lögreglumanna við lögreglustöðina við Hringbraut og hefst kl. 15. Þorlákur Gíslason, starfsmaður sýslumanns, segir að bjórinn sem sé í boði í dag sé sannkallaður eðalbjór og þarna geti menn gert góð kaup.Nokkrir kassar verða opnaðir og mönnum boðið að smakka mjöðinn áður en til uppboðsins kemur.

„Sælkerar á vín og bjór ættu ekki að láta þetta uppboð fram hjá sér fara. Það verður takmarkað hvaðhver getur keypt, þannig að margir ættu að geta tryggt sér flöskur af eðalbjórnum í dag,“ sagði Þorlákur í samtali við Víkurfréttir.

Einnig verða í boði sjónvörp, myndbandstæki, dvd-spilarar og fleira.

Myndin: Þorlákur Gíslason með sýnishonr af bjórnum góða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024