Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjaldgæf sjón á suðurhimni
Föstudagur 18. febrúar 2005 kl. 11:32

Sjaldgæf sjón á suðurhimni

Sjaldgæf sjón blasti við árrisulum Suðurnesjamönnum og –konum í morgun þar sem glitský sáust á suð-austurhimni.
Glitský, sem einnig eru kölluð perlumóðurský, eru í 19-29 kílómetra hæð, vel ofan við veðrahvolf og sjást oftar á Norðurlandi en hér sunnanlands.

Algengast er (en ekki algilt) að glitský myndist við pólsvæði jarðar eða á háum breiddargráðum að vetri til s.s. í Skandinavíu, Alaska og Norður-Kanada. Skýin eru sýnileg allt upp í tvo tíma eftir sólarlag og fyrir sólarupprás.

Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn vegin einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans. Nokkrar tegundir skýja eru líklegastar til að mynda slík ský en það eru svokölluð netjuský, blikuhnoðrar og sérstaklega bylgju- eða linsuský. Einsleita dropastærðin og regnbogamynstrið kemur einkum fram á þeim tímapunkti þegar skýin eru að myndast eða brotna upp og eyðast.

Heimild: Vefsíða náttúrustofu Norðurlands vestra
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024