Sjáið hugmyndir að Suðurnesjalínu 2 hér
Landsnet hefur gefið út s.k. valkostaskýrslu, þar sem kynntir eru þrír valkostir við lagningu raflínu, Suðurnesjalínu 2 til Suðurnesja:
1) Jarðstrengur sem liggur að mestu samsíða núverandi 132 kV háspennulínum á svæðinu.
2)Jarðstrengur sem hefur sömu upphafs- og endalegu og kostur 1 en liggur annars sem mest í veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar.
3) Loftlína sem liggur að mestu samsíða núverandi 132 kV háspennulínum á svæðinu.
Í valkostaskýrslunni eru þessir þrír kostir bornir saman út frá margvíslegum forsendum og mat lagt á þá. Skýrslan birtist á vef Landsnets í gær. Henni er skipt í tvo kafla, sá fyrri inniheldur stutta samantekt en sá seinni ítarefni.
Einnig má nálgast kynningarmyndband þessara þriggja valkosta þar sem á myndrænan hátt má sjá samanburð valkostanna þriggja.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og myndbandið á vef Landsnets hf.