Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Situr uppi með 20 milljóna króna framkvæmd
Fimmtudagur 29. janúar 2009 kl. 11:33

Situr uppi með 20 milljóna króna framkvæmd



Í Vörðunni í Sandgerði er vistleg og fullinnréttuð heilsugæslustöð. Samt er þar engin starfsemi. Húsnæðið stendur tómt. Sandgerðisbær ráðstafaði 20 milljónum króna í að láta sérhanna og innrétta húsnæðið samkvæmt samkomulagi við heilsugæslustöðina um að þarna yrði framtiðarhúnsnæði heilsugæslunnar. Þegar verkinu var lokið kom hins vegar tilkynning um að ekkert yrði af þessum áformum vegna niðurskurðar í heilbrigðisgeiranum. Bæjaryfirvöld hafa nú falið lögfræðingi að kanna rétt sveitarfélagsins í málinu.

Við hönnun Vörðunnar var gert ráð fyrir því að heilsugæslustöð yrði í húsnæðinu en hún hafði um árabil verið í safnaðarheimilinu. Söfnuðurinn þurfti á húsnæðinu að halda og því var ráðist í að innrétta húsnæðið í Vörðunni.  „Við ákváðum því að leggja fjármagnið í þetta. Um miðjan desember komu hingað fulltrúar heilsugæslunnar og þá vantaði aðeins gluggatjöld og stóla í biðstofuna til að geta hafið starfsemi. Þar sem heilsugæslan átti ekki peninga fyrir því ákváðum við að skaffa þetta. Við vorum ekki fyrr búnir að setja upp gluggatjöldin þegar þeir tilkynntu að ekkert yrði af þessu í bili. Jafnvel þó það þetta sé lögbundið verkefni,“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis í samtali við blaðið. Aðspurður segir hann samning hafa legið fyrir um þetta og nú verði látið reyna á hann. Málið sé í rauninni tvíþætt, annars vegar vanefndir á samningi og hins vegar brot á lögum. 


Efri mynd: Mótttakan á heilsugæslustöðinni. Hér er ekki tekið á móti neinum sjúklingum.

Neðri mynd: Tómleg læknastofan. Enginn læknir, engin tól né tæki.

VFmyndir/elg
.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024