Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 11. febrúar 2000 kl. 12:22

Sitjandi samgönguráðherra rauk af Reykjanesbrautarfundi

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og sitjandi samgönguráðherra, rauk í morgun í fússi af fundi sem haldinn er til að ræða endurbætur á Reykjanesbraut í ljósi fjölda dauðaslysa þar. Ráðherra varð mjög reiður, las fundarmönnum pistilinn og sagði m.a. að fundarefnið væri of mikið á tilfinningalegum nótum en ræða þyrfti það á málefnalegri hátt. Því næst rauk hann burt í fússi af fundinum. Hann gaf sig þó á tal við fjölmiðla áður en hann fór út í hríðarkófið og lýsti afstöðu sinni. Árni taldi hann að umræðan ætti að vera málefnaleg en ekki að snúast um tilfinningaleg málefni. Hann sá því ekki ástæðu til að dveljast lengur á fundinum og fór. Uppákoman var öll fest á myndband sem verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:55 og aftur kl. 19:30
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024