Sirkusráðstefna í Grindavík í sumar?

Erindi frá Sirkus Íslands og Hringleik - Sirkuslistafélagi var lagt fram á fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur í síðustu viku. Þar er kannaður áhugi á samstarfi og stuðningi við sirkushátíð í Grindavík sumarið 2019. 
 
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og felur sviðsstjóra menningarmála að ræða við bréfritara.