Sirkus í skrúðgarðinum
Norskur sirkus hefur komið sér fyrir í skrúðgarðinum í Keflavík með risastórt sirkustjald sitt og bílaflota. Sirkusinn er með tvær sýningar í Reykjanesbæ. Sú fyrri var í gærkvöldi og hin síðari í kvöld kl. 19:00. Aðgangur að sýningu sirkusins er hins vegar ekki ókeypis, því aðgangur fyrir fullorðna kostar 3900 krónur og 2500 krónur fyrir börn.