Sinueldur við Hringbraut í Gróf
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út síðdegis í gær vegna sinubruna við Hringbraut í Gróf. Tveir slökkvibílar og tankbíll voru notaðir í að ráða niðurlögum sinueldsins, auk fjölda slökkviliðsmanna með bönkur sem eru notaðar til að berja á gras og gróður.
Slökkvistarfið tók vel á aðra klukkustund en nokkuð hvasst var á staðnum og því hafði eldurinn náð að breiðast talsvert út.
Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson af slökkvistarfinu.