Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sinueldur í rigningunni!
Föstudagur 20. apríl 2007 kl. 18:40

Sinueldur í rigningunni!

Þrátt fyrir að nú sé úrhellis rigning í Reykjanesbæ tókst einhverjum að fara ógætilega með eldfæri í sinu í Innri Njarðvík. Þar logaði myndarlegur sinueldur fyrir fáeinum mínútum. Lögreglumenn og slökkviliðsmenn voru hins vegar fljótir að ráða niðurlögum eldsins en mikinn og þykkan reyk lagði frá sinueldinum og yfir Ásahverfið og Keflavíkurflugvöll. Nú ætti sinan hins vegar að vera orðinn gegnblaut og því lítil hætta á frekari eldum - í bili a.m.k.

Mynd: Frá slökkvistarfi nú áðan. Ljósmynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024