Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sinubrunar í Svartsengi og við Bláa Lónið
Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 11:56

Sinubrunar í Svartsengi og við Bláa Lónið

Slökkviliðinu í Grindavík hefur að undanförnu borist útköll vegna sinubruna í Svartsengi og í kringum Bláa Lónið. Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að honum fyndist mjög líklegt að þarna hefðu ferðamenn verið að kveikja í sinu, þó hafi það ekki fengist staðfest. Ásmundur sagði einnig að það væri alltof títt að sinueldur blossi upp í kringum þessi svæði yfir sumartímann.Þegar kveikt er í sinu er fuglalíf í mikilli hættu og er því mjög óæskilegt að kvekja í sinu hvort sem það er fjær byggðarlagi eður ei.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024