Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sindri nær sokkinn í Sandgerði
Þriðjudagur 31. maí 2022 kl. 10:48

Sindri nær sokkinn í Sandgerði

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja komu í veg fyrir að Sindri GK 98 myndi sökkva í höfninni í Sandgerði í gærkvöldi.

Það var um klukkan tíu í gærkvöldi sem hafnarstarfsmenn urðu þess varir að báturinn væri að sökkva. Hann hallaði umtalsvert og talsverður sjór var kominn í bátinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dælum var komið um borð og báturinn rétti sig fljótlega af og aðgerðum var lokið fljótlega.

Myndirnar voru teknar á vettvangi við Sandgerðishöfn í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi