Símaskrár á víð og dreif
Það var ljótt um að lítast við Fitjar nú undir kvöld en nýjar símaskrár voru á víð og dreif. Rifnar blaðsíður úr símaskránni voru á 50 metra kafla ásamt heilum símaskrám sem lágu eins og hráviður á götunni. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en eitt er þó ljós að þeim er ekki annt um umhverfið. Nýju símaskrárnar eru dreifðar án eftirlits á bensínstöðvum hér í bæ og svo virðist sem að einhver hafi nýtt sér það til fulls. Það bíður eflaust bæjarvinnunnar að hreinsa þetta upp í fyrramálið þ.e.a.s. ef að það hvessir ekki.