Símaskránni dreift til íbúa á Suðurnesjum
Ný símaskrá fyrir 2012/2013 kemur út í dag. Íbúar á Suðurnesjum geta nálgast nýju símaskrána í afgreiðslu Póstsins við Hafnargötu 89 Reykjanesbæ, Víkurbraut 56 Grindavík, Suðurgötu 2-4 Sandgerði, Garðbraut 69 Garði og Iðndal 2 Vogum, . Þangað má einnig skila gömlum símaskrám til endurvinnslu.
Símaskráin í ár er helguð sviðslistum og tók Frú Vigdís Finnbogadóttir við fyrsta eintakinu af skránni við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu fyrr í dag.