Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 3. október 2000 kl. 09:57

Símalínurnar loguðu á slökkvistöðinni

Slökkviliðs- sjúkraflutningamenn Brunavarna Suðurnesja áttu afar annríkt um helgina en frá hádegi á föstudegi til sunnudagskvölds voru rúmlega þrjátíu útköll, þar af 29 sjúkraflutningar og tvö brunaútköll. Á tímabilinu 4-5:40 á sunnudagsmorgun voru sex útköll og í einu tilfelli fóru þrír sjúkrabílar út samtímis. Á þeim tíma kom einnig brunaútkall sem síðan var afturkallað. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra B.S., voru flestir starfsmenn slökkviliðsins að vinna um helgina, auk vakthafandi starfsmanna. „Þegar slíkir álagspunktar myndast þá er útkallsstyrkur slökkviliðsins skertur“, segir Sigmundur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024