Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Silja er stolt af kvennaveldi í Framsókn
Fimmtudagur 2. nóvember 2017 kl. 05:00

Silja er stolt af kvennaveldi í Framsókn

-„Sýndum úr hverju við erum gerð“

„Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið umboð frá kjósendum til að starfa áfram á Alþingi. Mannauður flokksins er mikill og á honum munum við byggja til framtíðar. Ég hlakka til að starfa með vel mönnuðum þingflokki Framsóknarflokksins,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir en hún skipaði 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hún segist hæstánægð með úrslit kosninganna.

„Síðustu mánuðir, hafa verið alger rússíbanareið. Mikið hefur gengið á innan Framsóknarflokksins og fyrir ári síðan þótti hann ekki einu sinni stjórntækur, vegna Wintris málsins. Þremur vikum fyrir þessar kosningar varð til klofningsframboð úr Framsókn. Þess vegna er sigur okkar nú enn sætari. Kosningabaráttan var snörp og afar skemmtilegt.  Við Framsóknarfólk fórum inní hana með gleðina að vopni og skynsamlegar lausnir á aðkallandi málum“, segir Silja Dögg. Framsóknarflokkurinn náði að halda sínum átta þingmönnum og Silja Dögg er nú sjöundi þingmaður kjördæmisins. „Við sýndum úr hverju við erum gerð og uppskárum samkvæmt því. Við Framsóknarfólk stöndum fyrir heiðarlegum stjórnmálum, lýðræði og jafnrétti, en þess má geta að nú eru fimm af átta þingmönnum Framsóknar, konur og ég er afar stolt af því“, sagði Silja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024