Silja Dögg þingmaður svarar Séð og heyrt
„Hvað mega þingmenn gera í frítíma sínum? Mega þeir stunda golf? Mega þeir stunda hestamennsku?“ Þetta er meðal þess sem Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er frétt Séð og heyrt þess efnis að nám sumra þingmanna valdi pirringi meðal annarra þingmanna en Silja stundar meistaranám í alþjóðaviðskiptum í fjarnámi.
Í frétt Séð og heyrt segir að fjöldi þingmanna hafi tekið upp á því að stunda nám samhliða þingstörfum og að það valdi pirringi meðal annarra þingmanna sem telja sig vart hafa undan við að sinna skyldum þeirra sem starfinu fylgja á Alþingi. Þá kemur fram að þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Karl Garðarsson, Elsa Lára Arnardóttir, Róbert Marshall og Haraldur Einarsson séu meðal þeirra þingmanna sem stundað hafa nám með þingmennsku.
Hér má sjá færslu þingmannsins: