Silfurref stolið í Bláa lóninu
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum á laugardag þess efnis að skinni af silfurref hefði verið stolið úr verslun Bláa lónsins. Þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað um miðjan dag og grunar lögreglu hver þar hafi verið að verki. Málið er í rannsókn.
Þá var skráningarnúmeri stolið af bifreið í umdæminu og tilkynnti eigandi bílsins stuldinn til lögreglu.