Silfri gerður upp
Gamli lóðsbáturinn Silfri hefur nú verið fluttur að smábátahöfninni í Keflavík. Byggðasafnið og Hafnarmálastjórn vinna saman að því að gera bátinn upp þannig að hann sómi sér í nágrenni Baldurs en Ólafur Björnsson hefur einmitt beitt sér fyrir viðgerðum á lóðsbátnum. Stefnum við að því að viðgerðum á Silfra verði lokið fyrir komandi Ljósanótt.