Síldveiðiskipin fara

Íbúar Reykjanesbæjar hafa undanfarna daga fylgst með síldveiðiskipum við veiðar, nánast alveg við fjöruborðið. Sú sjón heyrir nú sögunni til því Hafró hefur  beitt skyndilokun á stóru svæði í sunnanverðum Faxaflóa og einnig á síldveiðisvæðinu við Vestmannaeyjar þar sem skipin voru farin að fá stór köst.
Ástæða lokunarinnar er allt of hátt hlutfall smásíldar í aflanum, samkvæmt því er fram kemur á visi.is en þar segir að þessi ákvörðun Hafró sé reiðarslag fyrir síldveiðiflotann.
 VFmynd/elg: Síldveiðiskiptin voru nánast í kallfæri frá landi. Hér er Súlan við síldarleit út af Vatnsnesi.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				