Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Síld úr Kolgrafarfirði til vinnslu í Sandgerði
Þriðjudagur 5. febrúar 2013 kl. 14:47

Síld úr Kolgrafarfirði til vinnslu í Sandgerði

Um 25-30 tonn af síld úr Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi eru nú á leiðinni til Sandgerðis þar sem síldin verður unnin í minkafóður og flutt til Danmerkur. Síldinni hafa nemendur grunnskólans í Grundarfirði og kennarar, um 100 manns, mokað upp úr fjörunni í Kolgrafarfirði í morgun.

Mikill síldardauði í firðinum hefur verið í fréttum síðustu daga. Fóðurverksmiðjan Skinnfiskur í Sandgerði sá tækifæri í að fá síld til fóðurvinnslu og var haft samband vestur og kannað hvort nemendur eða íþróttafélög vildu fara í verðmætabjörgun og vinna sér inn pening í ferðasjóði sína. Skólabörn í Grundarfirði tóku sig til í morgun og mokuðu upp 25-30 tonnum af síld í kör. Síldin er ekki farin að skemmast og hentar því vel til vinnslu á minkafóðrinu.
Nú er flutningabíll að leggja af stað úr Grundarfirði með síldina til Sandgerðis og er bíllinn væntanlegur þangað síðdegis eða undir kvöld.

Þegar síldin er komin til Sandgerðis verður hún hökkuð og fryst og síðan flutt til Danmerkur þar sem hún er notuð til að fóðra mink á stórum minkabúum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024