Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigvaldi maður ársins 2015 á Suðurnesjum
Fimmtudagur 7. janúar 2016 kl. 10:57

Sigvaldi maður ársins 2015 á Suðurnesjum

– í viðtali í Víkurfréttum og Sjónvarpi Víkurfrétta í dag

Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður og göngugarpur er „Maður ársins á Suðurnesjum 2015“. Þetta er í 26. sinn sem Víkurfréttir standa að þessu vali og Sigvaldi er vel að útnefningunni kominn. Hann var áberandi á árinu fyrir magnað afrek þegar hann gekk frá Keflavík til Hofsóss og notaði tilefnið til að safna peningum fyrir langveik börn. Þegar hann kom á leiðarenda fylgdi honum hópur fólks líkt og Forrest Gump í samnefndri mynd þegar söguhetjan hafði hlaupið nægju sína. Sigvaldi komst oftar en einu sinni í fréttirnar á árinu sem „dýralöggan“, ýmist vegna útkalla tengdum uglu, nýfæddum kettlingum, köttum í brennandi íbúð eða hundi sem var farþegi bíls sem lenti í árekstri.

Víkurfréttir ræða við Sigvalda um liðið ár og ýmislegt fleira en kappinn er Keflvíkingur í húð og hár. Viðtalið við Sigvalda er í miðopnu blaðsins í dag en rafræna útgáfu þess má sjá hér að neðan. Sigvaldi er einnig í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Á myndinni hér að ofan má sjá þá Pál Ketilsson ritstjóra Víkurfrétta og Sigvalda með viðurkenningarskjal til staðfestingar á útnefningunni sem maður ársins 2015 á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Rafræna útgáfu blaðsins má nálgast hér að neðan.

 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024