Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigvaldi lagður af stað til Hofsóss
Sigvaldi var í góðum gír á Fitjum í Njarðvík. VF-myndir/pket.
Föstudagur 5. júní 2015 kl. 10:16

Sigvaldi lagður af stað til Hofsóss

Göngugarpurinn Sigvaldi Lárusson lagði af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík í morgun kl. 9 á leið sinni til Hofsóss. Með honum fyrstu spölinn voru nokkrir félagar hans, m.a. úr lögreglunni.

Það var létt yfir kappanum og hópnum þegar fréttamaður VF hitti hann á Fitjum í Njarðvík. Veðrið leikur við hópinn fyrsta spölinn og spáin næstu daga er fín þannig að ganga lagðist vel í Sigvalda.
Rétt er að minna á að ganga kappans er til styrktar Umhyggju, langveikum börnum og er hægt að hringja inn styrki í eftirtalin númer:
901-5010 - 1.000 kr.
901-5020 - 2.000 kr.
901-5030 - 3.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024