Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 20:17

SIGURVEGARAR ROKKSTOKK 99 ERU BRAIN POLICE

Úrslitakvöld Rokkstokk 99 var föstudaginn 24. september. Sex hljómsveitir kepptu til úrslita en þær voru; Brain Police, Bris, Óp og Útópía allar frá Reykjavík og vei og The Mummy frá Keflavík. Auk þessara hljómsveita voru gestahljómsveitirnar Fálkar frá Keflavík, Klamedía X, sigurvegarar Rokkstokk 98 og Sigur Rós. Um 400 áhorfendur fylltu Félagsbíó í Keflavík og var stemmningin í samræmi við spennuna. Til mikils var að vinna en sigurhljómsveitin sem var Brain Police fékk í verðlaun fría upptöku og útgáfu á geisladisk en hinar fimm hljómsveitirnar fengu eitt lag í hljóðveri. Það voru Gjorby Records og Hljóðver 60b sem gáfu vinningana. Undankeppnin sem var 17. og 18. sept. var tekin upp beint af keppninni og þær tuttugu og þrjár hljómsveitir sem tóku þátt fá lag eftir sig á geisladisknum Rokkstokk 99. Diskurinn er væntanlegur í búðir um mánaðarmótin nóv-des. Rokkstokk var einnig tekin upp af kvikmyndafyrirtækinu Marodd film og verður hægt að panta eintak í síma 421-4222 eftir tvær vikur. Auk þessara verðlauna fékk Þráinn Óskarsson hljómborðsleikari Óp úttektarverðlaun frá Tónastöðinni, Arnar Hreiðarsson bassaleikari Óp úttekt frá Tónastöðinni, Jón Geir Jóhannsson trommuleikari Bris úttekt frá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari Bris úttekt frá Rín og Snorri Petersen söngvari Bris úttekt frá Tónastöðinni. Félagsmiðstöðin Ungó vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem komu að Rokkstokk 99 kærlega fyrir. F.h. Rokkstokk Jón R. Hilmarsson www.gjorby.is/rokkstokk
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024