Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigurður VE heimsótti Keflavíkurhöfn
Sunnudagur 10. ágúst 2014 kl. 11:41

Sigurður VE heimsótti Keflavíkurhöfn

- Sigurður VE er eitt stærsta uppsjávarskip flotans

Sig­urður VE 15, nýtt skip Ísfé­lags Vest­manna­eyja, heimsótti Keflavíkurhöfn í gær þar sem skipið sótti tvo skipverja. Skipið er einkar glæsilegt og eitt af flaggskipum íslenska flotans.

Sig­urður VE er 3763 lesta upp­sjáv­ar­skip, 80,3 metr­ar á lengd og 17 metr­ar á breidd. Aðal­vél er af gerðinni Wartsila 9L32, 4.500 kW en skipið var smíðað í Tyrklandi.  Skipið er út­búið með rúm­um fyr­ir 22 manns í 15 klef­um en burðargeta skips­ins er rétt tæp­lega 3000 rúm­metr­ar af afla. Einar Guðberg náði þessum glæsilegum myndum af skipinu koma til hafnar í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir Einar Guðberg Gunnarsson.