Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigurður Steinar hlaut fálkaorðuna
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 12:43

Sigurður Steinar hlaut fálkaorðuna

Forseti Íslands sæmdi Sigurð Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar; „Sigurður Steinar er ákaflega vel að viðurkenningunni kominn enda átti hann farsælan hálfar aldar starfsferil hjá Landhelgisgæslu Íslands en hann lét af störfum í apríl. Landhelgisgæslan óskar Sigurði Steinari til hamingju með viðurkenninguna.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hópurinn sem hlaut fálkaorðuna ásamt forseta Íslands