Sigurbjörg SH-48 sekkur undan Reykjanestá
Í kvöld kl. 19:41 barst Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík tilkynning frá Neyðarlínunni að boði Tilkynningaskyldunnar um að vélbáturinn Sigurbjörg SH-48, 17 brúttórúmlesta eikarbátur, væri að sökkva við Reykjanes og að tveggja manna áhöfn hefði þá þegar verið bjargað um borð Mumma GK-121. Þar sem Sigurbjörg maraði í kafi var björgunarsveitin beðin um að fara á vettvang og freista þess að draga bátinn til lands. Mummi GK beið á vettvangi og fylgdist með Sigurbjörgu.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu voru sendir á vettvang með sjódælur. Þegar bb. Árni í Tungu kom á vettvang, sem var um 2 sjómílur suðvestur af Reykjanestá, var Sigurbjörg nokkuð sigin í sjó og hallaði aðeins til stjórnborða. Björgunarmenn fóru með sjódælu um borð en þegar verið var að undirbúa gangsetningu dælunnar tók bátinn að sökkva mjög hratt. Þar sem ljóst þótti að ekki yrði við neitt ráðið urðu björgunarmenn að fara frá borði í skyndi og skömmu síðar sökk Sigurbjörg og sjódælan með. Klukkan var þá 20:46. Hæglætis veður var og ágætt í sjó.
Áhafnir Odds V. Gíslasonar og Árna í Tungu hirtu upp rekald frá Sigurbjörgu þ.á.m. tvo gúmmíbjörgunarbáta, fiskikör og fleira sem gæti valdið hættu fyrir sæfarendur og héldu að því loknu til hafnar. Bátarnir voru komnir til Grindavíkur laust eftir kl. 22:00.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu voru sendir á vettvang með sjódælur. Þegar bb. Árni í Tungu kom á vettvang, sem var um 2 sjómílur suðvestur af Reykjanestá, var Sigurbjörg nokkuð sigin í sjó og hallaði aðeins til stjórnborða. Björgunarmenn fóru með sjódælu um borð en þegar verið var að undirbúa gangsetningu dælunnar tók bátinn að sökkva mjög hratt. Þar sem ljóst þótti að ekki yrði við neitt ráðið urðu björgunarmenn að fara frá borði í skyndi og skömmu síðar sökk Sigurbjörg og sjódælan með. Klukkan var þá 20:46. Hæglætis veður var og ágætt í sjó.
Áhafnir Odds V. Gíslasonar og Árna í Tungu hirtu upp rekald frá Sigurbjörgu þ.á.m. tvo gúmmíbjörgunarbáta, fiskikör og fleira sem gæti valdið hættu fyrir sæfarendur og héldu að því loknu til hafnar. Bátarnir voru komnir til Grindavíkur laust eftir kl. 22:00.