Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigrún vann iPhone 6S í Jólalukkunni
Sigrún Ólafsdóttir með nýjan iPhone 6S.
Þriðjudagur 22. desember 2015 kl. 20:11

Sigrún vann iPhone 6S í Jólalukkunni

Stærsti útdrátturinn verður á Aðfangadag kl.12. Risavinningar dregnir út.

Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjanesbæ, hafði heppnina með sér þegar dregið var úr Jólalukkumiðum sem borist hafa í Nettó og Kaskó í Reykjanesbæ. Þegar dreginn var út þriðji iPhone 6S snjallsíminn var nafn Sigrúnar á miðanum.

Hafsteinn Hafsteinsson á Hraunsvegi 23 í Reykjanesbæ fékk ferðavinning með Icelandair í sama útdrætti. Þá vann Oddný Ragna Fahning Vesturvegi 21 í Vestmannaeyjum 15.000 kr. gjafabréf í Nettó.
Sigrún var ánægð með að fá símann, enda var hún að safna sér fyrir snjalltæki til að geta átt myndsamtöl við börn og barnabörn í útlöndum.

Margrét Hróarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir og nemi í orkutæknifræði hjá Keili á Ásbrú var heldur betur með heppnina með sér í síðustu viku þegar Jólalukku-miði með hennar nafni var dreginn út í öðrum útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta. Hún, eins og Sigrún, vann iPhone 6s.

Það hafa fleiri haft heppnina með sér í Jólalukkunni. Einn af stærstu vinningum Jólalukkunnar, 55” flatskjár frá Nettó, er kominn fram. Það var Hrefna Gunnarsdóttir sem hlaut þann vinning. Hún er á einnig af myndunum sem fylgja þessari frétt ásamt Jóni Eyberg Helgasyni, starfsmanni Nettó í Reykjanesbæ.

Síðasti útdráttur í Jólalukkunni verður kl. 12 á aðfangadag. Það er því ástæða til að hvetja fólk til að skila lukkumiðum í kassana sem eru staðsettir í Nettó og Kaskó í Reykjanesbæ því ennþá er til mikils að vinna í þessum magnaða jólaleik Víkurfrétta og verslana. Í lokaútdrætti verða dregin út tvö gjafabréf að verðmæti 120 þús. kr. í Nettó, eitt Icelandair gjafabréf auk á þriðja tug annarra vinninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kassinn í Nettó er orðinn þéttur af jólalukkumiðum og eins er mikið af miðum í Kaskó. Stærsti útdrátturinn er eftir en hann verður á hádegi á aðfangadag.