Sigrún heiðursborgari Gerðahrepps
Frú Sigrún Oddsdóttir var gerð að heiðursborgara Gerðahrepps í afmælishófi henni til heiðurs sem haldið var í Samkomuhúsinu í Garði sl. laugardag. Sigrún verður 85 ára 11. okt. nk.Í tilefni af afmælum þeirra Sólveigar Sigrúnar Oddsdóttur sem verður 85 ára 11. okt. nk. og Jóns Hjálmarssonar sem varð fimmtugur 13.sept sl., var ættingjum og vinum boðið til afmælisfagnaðar. Þar voru Jóni einnig þökkuð störf að málefnum Gerðahrepps en hann átti sæti í hreppsnefnd um nokkurra ára skeið. Nánar er greint frá afmælum þeirra í Tímariti Víkurfrétta sem kemur út á föstudag.