Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigrún Árnadóttir verður bæjarstjóri Sandgerðisbæjar
Fimmtudagur 22. júlí 2010 kl. 17:05

Sigrún Árnadóttir verður bæjarstjóri Sandgerðisbæjar

Ákveðið hefur verið að ráða Sigrúnu Árnadóttur sem bæjarstjóra Sandgerðisbæjar. Sigrún var á árunum 1993-2005 farsæll framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands en hélt þá til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Hún hefur rekið eigið ráðgjafafyrirtæki og var í byrjun júlí ráðinn til starfa sem verkefnastjóri fyrir þjónustumiðstöð vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Sigrún mun hefja störf hjá Sandgerðisbæ miðvikudaginn 25. ágúst og verður hennar fyrsta embættisverk sem bæjarstjóra að taka þátt í hátíðarhöldum vegna Sandgerðisdaga. Sigrún er fyrsta konan sem gegnir embætti bæjarstjóra í Sandgerðisbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staða bæjarstjóra Sandgerðisbæjar var auglýst laus til umsóknar um miðjan júní og bárust 41 umsókn um starfið. Hagvangur var bæjarfélaginu til aðstoðar í ráðningarferlinu og var niðurstaðan að ráða Sigrúnu Árnadóttur úr hópi margra hæfra umsækjenda um stöðuna.

Það er mörg spennandi en um leið krefjandi verkefni sem bíða bæjarstjórnar og bæjarstjóra á kjörtímabilinu sem er að hefjast, segir í tilkynningu frá Sandgerðisbæ. Stefnuyfirlýsing meirihluta bæjarstjórnar var lögð fram á fyrsta fundi kjörtímabilsins og þar má sjá þau málefni sem verða í brennidepli hjá Sandgerðisbæ næstu fjögur árin.

Miklar væntingar eru gerðar til starfa Sigrúnar Árnadóttur hjá Sandgerðisbæ. Í samstarfi við bæjarfulltrúa, starfsmenn bæjarfélagsins og íbúa Sandgerðisbæjar gera góðan bæ enn betri.

Ljósmynd: www.245.is