Sigrún Árnadóttir fetar í fótspor Jóns Gnarr
Bæjarráð Sandgerðisbæjar fór yfir erindið á fundi sínum nýlega og var niðurstaða fundar sú að Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri sækist eftir inngöngu um að gerast meðlimur í samtökunum Mayors for Peace.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkurborgar vill vekja athygli á samtökunum Mayors for peace og lagði til að sveitarfélög hérlendis gerist aðilar að samtökunum. Reykjavíkurborg sótti um inngöngu í samtökin fyrir stuttu.
Markmið samtakanna er að kjarnorkuvopnum verði útrýmt í heiminum fyrir árið 2020.
Jafnframt leggja þau sitt af mörkum við að útrýma hungursneyð og fátækt, styðja við mannréttindi og verndun umhverfisins í því skyni að stuðla að heimsfriði.