Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Sigruðu Hvannadalshnúk á Hvítasunnudag
Fimmtudagur 28. maí 2015 kl. 09:31

Sigruðu Hvannadalshnúk á Hvítasunnudag

Hópur Suðurnesjamanna, tengdur Keili á Ásbrú, sigraði Hvannadalshnúk á Hvítasunnudag. Ferðin á hnjúkinn tók fjórtán tíma og var öllum mikil og ógleymanleg lífsreynsla.

Til að komast á toppinn þurfti hópurinn að leggja að baki um 24 km. gönguleið og hækkunin var um 2100 metrar. Undirbúningur fyrir gönguna hefur staðið yfir í allan vetur og hefur hópurinn æft reglulega fyrir gönguna miklu.

Public deli
Public deli

Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd voru Keilisfánar teknir með í gönguna. Ekki er allur hópurinn á myndinni, því hluti hópsins, Naglarnir, voru lagðir af stað niður við myndatökuna.